Líf í lundi - gönguferð í Heiðmörk 23. júní

Í tilefni af verkefni Skógræktarfélagsins „Líf í lundi“ býður Ferðafélag Íslands upp á gönguferð í Heiðmörk 23. júní kl. 10:30.

Lagt verður af stað frá Ferðafélagsreitnum í Heiðmörk sem er merktur sérstaklega og er við bílastæði ofarlega í Heiðmörk. Ekið er sem leið liggur fram hjá Rauðhólum og framhjá Elliðavatni og áfram ca. 3 km að bílastæðinu við F.Í. reitinn.

Gönguferð um góða göngustíga og þátttakendur spreyta sig á F.Í. ratleiknum sem hefur að geyma margar áhugaverðar þrautir fyrir alla fjölskylduna.

Gott er að vera í göngufatnaði og í góðum gönguskóm, með matarbita og drykk í bakpoka. Áætlað er að gangan taki 2 -3 klst.

Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir!