Ljósmyndanámskeið

Íslensk náttúra og fjölbreytileg birtuskilyrði bjóða upp á mikla möguleika til ljósmyndunar.
Íslensk náttúra og fjölbreytileg birtuskilyrði bjóða upp á mikla möguleika til ljósmyndunar.

Félögum í Ferðafélagi Íslands  býðst þátttaka í fjarnámskeiði í ljósmyndun undir handleiðslu Pálma Guðmundssonar  https://fjarnamskeid.is/

Kennd eru undirstöðuatriði í ljósmyndatækninni. Gefin eru góð ráð fyrir almennum myndatökum bæði innandyra og utandyra, sýnd notkun á ljósum í stúdíói, Raw vinnsla í tölvu ásamt grunnvinnslu í Photoshop og margt fleira. Kennt á aðalatriði í Lightroom forritinu. Grunnstillingar á mörgum myndavélum, ásamt öðrum stillingum á vélunum eru útskýrðar. Fjallað um hvernig er best að stilla myndavélina til að ná sem bestum myndum við hinar ýmsu aðstæður. Vandamál og lausnir; þar sem tekin eru fyrir helstu vandamál varðandi myndatökur og bent á góðar lausnir. Margar myndir eru sýndar og sagt frá hvernig þær eru teknar. Mikinn fróðleik um ljósmyndun er að finna á þessu fjarnámskeiði og er nýju námsefni bætt við í hverjum mánuði. Hægt er að taka yfir 100 krossapróf. Hér er um að ræða mjög ítarlegt kennsluefni í ljósmyndun – allt á íslensku.

Á námskeiðinu ná nemendur meiri árangri með myndavélina sína og snjallsímann. Þátttakendur öðlast mjög góða þekkingu á vélunum og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum sem tækin bjóða uppá; til að ná enn betri myndum. Ennfremur fá þátttakendur aðgang að ítarefni sem hjálpar þeim við að ná enn betri skilning á ljósmyndun.

Nemandinn hefur fullan aðgang að námskeiðinu í 365 daga og getur skoðað námsefnið og annað efni síðunnar hvar sem er í heiminum og hvenær sem er sólarhrings á þeim hraða sem þér hentar. Nemandinn getur skoðað allt námsefnið í öllum tölvum, snjalltækjum og snjallsímum. Nemandinn fær ekki verkefni sem hann þarft að skila inn. Allt námsefnið er kaflaskift, með 20+ yfirflokkum og 100+ undirflokkum.
Í hverjum mánuði er bætt við nýju námsefni.

Myndavélar 35 teg. • Stillingar á myndavélum • Stillingar á snjallsímum • Stillingar á videotökuvélum • videoklippingar og önnur videovinnsla • kennt á videoforrit • ljósop og hraði • White Balance • Pixlar • RAW og jpg • Filterar • Almennt um myndatökur • Ýmsar myndatökur • Stúdíomyndatökur • Myndbygging • Hvernig er myndin tekin • Linsur • Vandamál & lausnir ofl. • Þrif á myndflögu • Geyma myndir • Skipulegga myndasafnið • Selja ljósmyndir • Myndabankar • RAW vinnsla • Photoshop • Panorama myndataka • HDR myndataka • Lightroom og margt fleira.
Þátttakendur geta lesið og lært hvenær sem er, á þeim hraða sem þeir kjósa því þátttakendur hafa aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði. - Nemandinn getur alltaf sent leiðbeinanda fyrirspurn.

Leiðbeinandi og höfundur alls efnis er Pálmi Guðmundsson sem hefur kennt ljósmyndun í yfir 20 ár m.a. á ljosmyndari.is og tekið myndir frá árinu 1967. Fjarnámskeiðið er rekið af Íslensku ljósmyndaþjónustunni ehf.

HVAÐ KOSTAR ÁSKRIFTIN:

Nemandinn greiðir 7.500 kr. sem er ca. 55% afsláttur. (Fullt verð er 16.900 kr.) og fær þá aðgang að fjarnámskeiðinu í 365 daga. - Tilboðið gildir til 31. mars 2022

Notandi þarf að slá inn kóða til að fá afslátt. Kóðinn er: ferðaf2022