Lokanir skála fyrir veturinn

Nú er farið að huga að lokunum skála fyrir veturinn. Búið er að taka vatn af skálum félagsins á Kili, Hvítárnesi og Þverbrekknamúla og vinna við lokanir skála að Fjallabaki hefst í þessari viku og halda þá skálaverðir til byggða.  

Skálum FÍ í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili og Emstrum verður lokað um og eftir næstu helgi. Í Langadal verða skálaverðir til 10 október og í Landmannalaugum út október.