Lýðheilsugöngur FÍ í september

Lýðheilsugöngur FÍ verða víða um land á miðvikudögum í september í samstarfi við ferðafélagsdeildir,…
Lýðheilsugöngur FÍ verða víða um land á miðvikudögum í september í samstarfi við ferðafélagsdeildir, sveitarfélög og fleiri aðila.

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Allar upplýsingar um göngustaði vítt og breitt um landið má nálgast hér  http://lydheilsa.fi.is/um-gongurnar/

  • Gengið alla miðvikudaga í september kl 18:00
  • Göngurnar eru 60-90 mínútur
  • Fjölskylduvænar göngur

Vonandi reima sem flestir á sig gönguskóna með okkur á miðvikudögum í september, fara út í náttúruna og njóta fallega landsins okkar.

LIFUM OG NJÓTUM!