Með fróðleik í fararnesti

Með fróðleik í fararnesti er samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands. Þá er gengið undir merkjum Ferðafélags barnanna og á forsendum barnanna þar sem lögð á er áhersla á að njóta, skoða, hafa gaman og eiga góða samverustund með fjölskyldunni. Þann 15. október nk. verður síðasta fróðleiksferð ársins þar sem jarðfræðingar og líffræðingar úr Háskóla Íslands leiða för um Búrfellsgjá í Heiðmörk. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 

Jarðfræðingur og líffræðingur frá Háskóla Íslands mun leiða göngu um Búrfellsgjá í Heiðmörk. Við ætlum að skoða plöntur og fræðast um útbreiðslu þeirra og hvernig landið á svæðinu mótaðist í eldsumbrotum. Mikilvægt er að klæða sig vel, vera í góðum skóm og taka með gott nesti.  

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Ekkert að panta, bara mæta.  

15. október - brottför/mæting Kl. 11 frá bílastæði við upphaf göngu í Búrfellsgjá, við enda Vífilsstaðahlíðar að sunnanverðu.