Metaðsókn er í fjalla­verk­efni FÍ

Fjallaverkefni Ferðafélags Íslands hafa verið vinsæl undanfarin ár en áhugi á þeim nú hefur slegið öll fyrri met.  Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÍ, segir metaðsókn hafi verið á kynningarkvöldum þessara verkefna og nú þegar orðið fullbókað í flest þeirra.

„Alls hafa um 1200 manns sótt fyrstu fjóra kynningafundi félagsins undanfarna daga og höfum við til skoðunar að bæta við verkefnum til að mæta þessum mikla áhuga“, segir Páll.

Öll fjallaverkefnin fara í gang nú í upphafi árs en sum þeirra eru í gangi nánast allt árið.

„Við höf­um ekki séð meiri áhuga í fjalla­verk­efn­um FÍ frá því að við fór­um af stað með þau fyrir um tíu árum. Við telj­um að þetta sé merki um vax­andi áhuga fólks á úti­vist og hreyf­ingu úti í nátt­úr­unni.  Við höfum verið með frábæra umsjónarmenn og fararstjóra í þessum verkefnum sem hafa fengið að þróast með þátttakendum frá upphafi. Því fleiri sem fara út að ganga reglulega því betra, “ segir Páll ennfremur.

Meðfylgjandi mynd er frá kynningarfundi þar sem verkefnin Léttfeti, Fótfrár og Þrautseigur voru kynnt og voru mættir hátt í 500 verðandi fjallagarpar.