Mikil skráning í ferðir sumarsins

Sumarleyfisferðir FÍ njóta mikilla vinsælda
Sumarleyfisferðir FÍ njóta mikilla vinsælda

Ferðaáætlun FÍ kom út fyrir jól og er að þessu sinni birt með rafrænum hætti á netinu. Viðbrögð við ferðaáætluninni hafa verið frábær og nú þegar er orðið fullbókað í tólf sumarleyfisferðir FÍ og allar ferðir Ferðafélags barnanna eru fullbókaðar. FÍ vinnur nú að því að bæta við ferðum. 

Í ferðaáætlun FÍ má finna yfir 200 gönguferðir þar sem allir eiga að finna eitthvað við sitt hæfi.  Má nefna léttar gönguferðir í byggð, lengri ferðir í óbyggðum og krefjandi fjallgöngur á hæstu tinda landsins.