Miklar framkvæmdir hjá Ferðafélagi Íslands í sumar

Ferðafélag íslands hefur staðið í miklum framkvæmdum það sem af er sumri. Búið er að setja upp nýja salernisaðstöðu við Hvanngil, bæta við forstofu við Baldvinsskála og gamli skáli í Álftavatni hefur verið gerður upp frá grunni og nýtt salernishús á leið í Hvítarnes. Fóstrar eru starfandi á nokkrum skálasvæðum og vinna ómetalegt starf.