Morgungöngur hefjast á mánudag

Að þessu sinni verður fitjað upp á því nýmæli í morgungöngunum að sérstakt fjallaskáld FÍ kemur með í allar göngur. Anton Helgi Jónsson skáld hefur orðið fyrstur til þess að bera þessa nafnbót. Hann mun ganga með okkur og lesa á fjallatindum úr verkum sínum gömlum og nýjum. Anton Helgi fær með þessu réttinn til þess að bera nafnbótina: Fjallaskáld Ferðafélags Íslands í heilt ár eða til vors 2022.
Að vanda hittast þátttakendur við upphafsstað göngu kl. 06.00 að morgni. Á heimasíðu Ferðafélagsins er sérstakt skráningarform þar sem menn og konur eiga að skrá þátttöku sína. Þetta er gert vegna Covid 19 því enn er 50 manna hámark í hópum sem þessum. Hérna er hægt að fara inn á síðuna og skrá sig.

Umsjónarmenn Morgungangna að þessu sinni eru Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir.