Morgungöngur FÍ í næstu viku

Morgunsólin rís í austri
Morgunsólin rís í austri

Morgungöngur Ferðafélags Íslands standa yfir alla næstu viku. Þá er gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur kl. 06 að morgni. Fátt er betra en að mæta fersk til vinnu, með lungun full af fjallalofti. Morgungöngur FÍ eru ókeypis og allir, bæði konur og karlar, börn og eldri félagar velkomnir. Fjöllin sem gengið er á í morgungöngunum eru  Helgafell í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ, Úlfarsfell, Mosfell og Esjan upp að Steini. 
Fjallaskáld Ferðafélags Íslands 2022, Kristín Svava Tómasdóttir les úr verkum sínum í öllum göngum þessa árs.

Mánudagurinn 2. maí - Helgafell í Hafnarfirði

Þriðjudagurinn 3. maí - Mosfell í Mosfellsdal

Miðvikudagurinn 4. maí - Úlfarsfell

Fimmudagurinn 5. maí - Helgafell í Mosfellsbæ

Föstudagurinn 6. maí - Esjan upp að Steini