Myndakvöld á miðvikudag

Mynd: Sigurjón Pétursson
Mynd: Sigurjón Pétursson

Þá er komið að myndakvöldi næsta miðvikudag, 27. nóvember. Þemað er að þessu sinni snjór og ís á framandi slóðum. 

Ragnar Th. Sigurðsson sem er löngu kunnur fyrir myndir sínar frá Íslandi og framandi slóðum sýnir myndir frá Svalbarða.

Þá sýna Þóra Hrönn Njálsdóttir og Sigurjón Pétursson myndir frá ferð sinni með skútu og á kayak um Scoresbysund á Grænlandi. Ljósmyndir þeirra Þóru Hrannar og Sigurjóns prýða m.a. árbók FÍ 2019 um Mosfellsheiði svo og nýútkomna gönguleiðabók um sama svæði.

Myndakvöldið er í sal FÍ í mörkinni 6 og hefst kl. 20:00.  Boðið er upp á kaffiveitingar í hléi.

Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.