Ný brú yfir Krossá

Nýja brúin
Nýja brúin

Ferðafélag Íslands hefur tekið í notkun nýja göngubrú yfir Krossá. Hagverk byggði þessa 25 metra langa göngubrú sem er á hjólum. Að sögn Stefáns Jökuls Jakobssonar, umsjónarmanns skála, er hún kranabóma-smíðuð á vörubílahásingar svo hægt sé að færa hana eftir þörfum þar sem  Krossá er breytileg. Stefán er kampakátur með nýsmíðina og vildi koma því til fólks að nú gæti þau sem ekki treystu sér á bílum yfir Krossá lagt bílunum við Álfakirkju og farið fótgangandi yfir í Langadal.

Landvættir fyrstir yfir 

Brúin verður vígð með formlegum hætti á næstunni en fríður hópur FÍ Landvætta var fyrsti hópurinn til að fara yfir brúna. Þau hlupu yfir Fimmvörðuhálsinn á laugardag en nú standa yfir æfingar meðal annars fyrir Þorvaldsdalsskokkið sem fram fer í júlí.

Það voru Landvættaþjálfararnir Kjartan Long og Ragnheiður Stefánsdóttir sem klipptu á borðann sem vildi svo heppilega til að vera í vasa þeirra þennan daginn.