Ný viðbót Safe travel

Skjáskot af vefnum.
Skjáskot af vefnum.

Við megum til með að vekja athygli á frábærri viðbót á vef Save travel en þar má nú finna kort sem sýnir allar upplýsingar sem tengjast færð og veðri. Þetta er virkilega góð viðbót við þann góða vef og mun án efa stuðla að auknu öryggi sem veitir ekki af hér á landi þar sem aðstæður geta breyst hratt eins og við þekkjum öll. 

Við hvetjum alla til að kynna sér vefinn og muna eftir honum þegar leggja á upp í ferðalag um landið.

Vefur Safe travel

Kortið var unnið undir hatti Safetravel verkefnisins, sem leitt er af Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, í nánu samstarfi við Sjóvá og ráðuneyti ferðamála.