NÝTT Dansað með Ferðafélagi Íslands

Hjördís Zebitz, kennari námskeiðsins.
Hjördís Zebitz, kennari námskeiðsins.

Þegar kólnar úti og myrkrið varir lengur en birtan þykir mörgum gott að hreyfa sig aðeins meira inni við. Við höfum því ákveðið að nýta sal FÍ og bjóða upp á námskeið í Zúmba fjögur fimmtudagskvöld frá 31. október til 21. nóvember kl. 20:00-21:30 

Það er óhætt að mæla með Zúmba því samkvæmt spekingum er það ekki bara skemmtilegt heldur eykur það þol og þrek, dregur úr streitu og eykur bæði samhæfingu og gleði. Enda varla hægt að fara ekki í gott skap við að dansa við hressandi tónlist. 

Kennslan er í höndum Hjördísar Zebitz sem er þaulreyndur kennari með Zúmba sem sérsvið en Hjördís mun einnig kenna nemendum grunnspor gríska dansins Zorba.

Dansað með Ferðafélagi Íslands