Síðustu lýðheilsugöngur FÍ fara fram vítt og breitt um landið miðvikudaginn 25. september

Þá er komið að lokum lýðheilsugangna FÍ. Flestar hefjast þær kl. 18:00 nema annað sé tekið fram. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

 

Göngur sem eru í boði í miðvikudaginn 25. september eru:

 

Akranes:

Vallanes í landi Hvítaness við Grunnafjörð. Upphaf göngu hjá Vallanesi kl. 18:00. Við mynni Grunnafjarðar er bærinn Hvítanes. Utan og neðan við Hvítanes eru skemmtilegar sandfjörur sem gaman er að ganga um. Grunnifjörður er friðlýstur og samþykktur sem Ramsar svæði. Mikið fuglalíf er þarna árið um kring. Genginn verður 3 – 4 km. hringur. Þetta er létt ganga við allra hæfi og tekur 1-1 ½ klst. Gönguna leiða Elís Þór Sigurðsson og Hjördís Hjartardóttir. Göngugarpar fá frítt í sund að göngu lokinni. 

Akureyri:

Gangan er sérstaklega ætlað unglingum og foreldrar eru velkomnir með. Upphafsstaður og mæting er við þjónustuhúsið að Hömrum. Þaðan verður lagt af stað í göngu kl. 18 og gengið upp í Gamla, niður í Kjarnaskóg og aftur að Hömrum þar sem grillað verður í boði FFA.
Þessi ganga er í samstarfi við félagsmiðstöðvarnar á Akureyri.

Austur-Skaftafell

Sigrún leiðir göngu og verður lagt af stað frá tjaldsvæði á Höfn kl.18.

Egilsstaðir:

Söguganga um Egilsstaðabæ. Mæting kl. 18:00 við Tjarnarás 8, Egilsstöðum. 

Garðabær:

Rúna K. Tetzschner leiðir göngu um Garðahverfi með viðkomu í Garðalind og burstabænum Króki. Yfirskrift göngunnar er VINÁTTA. Mæting kl. 18:00 á bílastæði við Garðakirkju.

Hafnarfjörður:

Ævintýraganga í nærumhverfi félagsmiðstöðva. Gengið verður frá öllum félagsmiðstöðvum grunnskóla Hafnarfjarðar og frá ungmennahúsinu Hamrinum kl. 20:00

Hveragerði:

Gengið upp gömlu Kamba.

Kópasker:

Kópaskersmisgengið. Mæting við skólahúsið kl. 18:00. Umsjón: Sigríður Kjartansdóttir

Kópavogur:

Gengið upp í Guðmundarlund. Frisbý golf og ganga um Guðmundarlund sem endar á pylsupartý.
Mæting við Hörðuvallarskóla kl. 17:00
Leiðsögn: Sindri Már Ágústsson forstöðumaður Fönix.

Rangárþing ytra

Gengið frá Suður-Nýjabæ út að sjó og til baka.
Göngustjóri: Birna Guðjónsdóttir

Reykjavík:

Elliðaárdalur efri – brottför kl. 18:00 frá Árbæjarlaug

Selfoss

Silfurberg og Kögunarhóll. Ferðafélagi Árnesinga leiðir göngurnar, sem hefjast kl. 18:00 við FSU ( Fjölbrautarskóla Suðurlands). Þar er sameinast í bíla og keyrt á upphafsstað göngu. 

Skútustaðahreppur:

Gengið svokallaðan Fagraneshring. Mæting við Icelandairhótelið kl. 18:00 Umsjón: Jóhanna Jóhannesdóttir.

Snæfellsbær:

Búðarklettur. Lagt af stað frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl 17:35 og frá íþróttahúsinu í Ólafsvík kl. 17:45. Fólk er hvatt til að sameinast í bíla. Fararstjóri:  Árni Guðjón Aðalsteinsson

Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur:

Gengið verður upp að Hnjúksvatni í Bíldudal. Gengið verður í fylgd Iðu Marsibil Jónsdóttur og ætti gangan að taka um 90 mínútur. Lagt verður af stað frá gömlu rafstöðinni í botni Bíldudals klukkan 18:00.

VÍk Í Mýrdal

Brottför kl. 18 frá Víkurskóla

Þórshöfn
Óvissuferð. Farið frá íþróttahúsinu kl. 20. Umsjón: Elfa Benediktsdóttir og Guðmundur Björnsson. 

 

Sjá nánar HÉR