Skálaverðir komnir í alla skála á Laugaveginum

Allir skálar á Laugaveginum mannaðir

Skálaverðir eru nú komnir í alla skála á Laugaveginum og eru í óðaönn að gera allt tilbúið fyrir fyrstu gesti sumarsins. Vegurinn inn í Landmannalaugar er þó enn lokaður en það styttist í að hann verði opnaður. Fylgjast má með opnun hans á  heimasíðu Vegagerðarinnar.

Fyrsta ferð FÍ um Laugaveginn verður svo þann 30. júní þegar þrjátíu og tvær konur leggja af stað þessa fallegu leið. 

Enn má finna pláss í ferð um Laugaveginn með okkur. 9.-12. júlí er kvennaferð, 27.-31 júlí er fjölskylduferð með unglinga og 17.-21. ágúst er almenn ferð.