Skálaverðir mættir til starfa í Langadal

Langidalur Þórsmörk
Langidalur Þórsmörk

Skálaverðir eru mættir til starfa í Langadal, í Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands. Langidalur er öllu jafnan fyrsti skáli FÍ sem opnar að vori en síðan mæta skálaverðir í aðra skála eftir því sem líður á júní mánuð og eftir því sem Vegagerð opnar fyrir umferð inn á hálendið. Hjónin Begga og Gísli eru mætt í Langadal og taka nú til hendinni varðandi vorverk og opnun skálans.