Skemmtilegur skálafróðleikur

Sjálfur Höskuldsskáli í Hrafntinnuskeri en þáttur um hann var einmitt á dagskrá Hringbrautar 20. nóv…
Sjálfur Höskuldsskáli í Hrafntinnuskeri en þáttur um hann var einmitt á dagskrá Hringbrautar 20. nóvember.

Í hraða nútímans er ógerningur að fylgjast með allri dagskrá enda ógrynni af hvers kyns afþreyingu að finna á mörgum ólíkum miðlum. 

Okkur rennur þó blóðið til skyldunnar að minna sérstaklega á afar vandaða þætti á Hringbraut sem bera heitið Fjallaskálar Íslands. Nú er í gangi önnur þáttaröð þessara flottu þátta í umsjón Sigmundar Ernis sem segir þættina vera eitt metnaðarfyllsta verkefni í bráðum fjögurra ára sögu Hringbrautar. 

Ekki of seint að horfa

Inni á síðu Hringbrautar má sjá þá þætti sem hafa þegar verið sýndir á stöðinni en þættirnir eru á dagskrá á miðvikudagskvöldum. Þarna leynist kjörið tækifæri fyrir alla sem vilja fræðast um einstaka skála eða jafnvel þá alla. Það er heldur ekkert sem mælir á móti því að hámhorfa á þessa skemmtilegu þætti en við mælum þó að sjálfsögðu með að fólk láti þá ekki hamla útvieru, þættirnir verða enn á sínum stað þegar komið er af fjalli. 

Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við Ferðafélag Íslands og Fjallakofann. 

Allir þættir Fjallaskála Íslands