Sólstöðudýrðin engu lík

Sólstöðudýrðin var engu lík þegar gengið var inn í sumarnóttina frá Kolviðarhóli í Marardal í gærkvöldi. Hin íslenska og ein staka sumarnótt skartaði sínu fegursta á sumarsólstöðum. Grónar hlíðar og klettaskörð ljómuðu í kvöldsólinni og Hengillinn með sínum dalverpum og hrikalegu hamrabeltum skartaði sínu fegursta. Dásamlegt kvöld. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir leiðir för í sumarnæturgöngum FÍ.

 

Sjá nánari upplýsingar um sumarnæturgöngur FÍ