Styttist í ferðaáætlun FÍ 2022

Grænihryggur í nágrenni Landmannalauga var vinsæll að skoða sl. sumar.
Grænihryggur í nágrenni Landmannalauga var vinsæll að skoða sl. sumar.
Nú styttist í að ferðaáætlun FÍ birtist á heimasíðu félagsins í allri sinni dýrð. Ferðaáætlunin er stútfull af brakandi ferskum ferðum þar sem allir eiga finna eitthvað við sitt hæfi; fjallaskíðaferðir og námskeið, sumarleyfisferðir, helgarferðir, dagsferðir, ferðir með Ferðafélagi barnanna, FÍ Ung, samstarfsferðir með HÍ og Landvernd og þannig mætti lengi telja.
 
Ferðaáætlun FÍ 2022 birtist eingöngu á heimasíðu félagsins, bæði á heimasíðu undir ferðir og eins á sérstöku flettiforriti þar sem skoða má ferðaáætlunina umbrotna í heild sinni.  
 
Gjafabréf FÍ er tilvalin jólagjöf og hægt að gefa inneign í ferðir, fjallaverkefni, gistingu eða aðild að félaginu sem um leið veitir margvísleg fríðindi og þátttaköku að skemmtilegum félagsskap, ævintýrum og upplifun.