Styttist í lokun skála á Laugaveginum

Nú fer að líða að vetri og með því þá styttist í lokun skála á Laugaveginum, eftir frábært sumar. Við þökkum skálavörðum kærlega fyrir það erfiða og mikilvæga starf sem þeir hafa unnið þetta sumar.

Skálum FÍ í Emstrum, Hvanngili, Álftavatni, Hrafntinnuskeri verður lokað frá og með 17.september. Skálavörður verður í Þórsmörk til 8.október og út október í Landmannalaugum.