Sumargjöf stjórnvalda

Fjölmargir eiga eftir að nýta sér sumargjöf stjórnvalda sem var fimm þúsund króna gjafabréf. Þeir sem eiga eftir að nýta sér sumargjöfina geta nú tvöfaldað hana með því að kaupa gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands fyrir sumargjöfina ( kr. 5000 ) sem verður að verðmæti kr. 10.000 og nýtist til kaupa á ferðum (gildir til 22. desember, 2020), bókum eða gistingu hjá FÍ. Ferðaáætlun FÍ 2021 birtist á heimasíðu félagsins 8. desember nk og verður stútfull af skemmtilegum, spennandi ferðum og fjallaverkefnum af öllu tagi. 

Til að kaupa gjafabréf hjá FÍ fyrir sumargjöfina er best að koma á skrifstofuna í Mörkinni 6 eða  hringja í síma 568 2533.