Sumargöngur FÍ og ON um Hengilssvæðið

Ferðafélag Íslands og Orka náttútunnar bjóða ókeypis göngur um Hengilssvæðið í júní. Þegar hafa tvær göngur verið farnar við góðan orðstír og um að gera að drífa sig með í þær tvær sem eftir eru.

Næstu göngur:
 
14. júní kl. 18.00
Gengið frá Hveradölum um söguslóðir ylræktar á Íslandi og þaðan upp á Reykjafell. Síðan niður að rústum heimilis Óskars vefara og Blómeyjar sem gerðust útilegumenn í heiðinni á 20.öld. Um Flengingarbrekku á heimleið.
Vegalengd 5 km og 200 metra hækkun.
 
21. júní kl. 18.00
Gengið frá Hellisheiðarvirkjun í sólstöðugöngu um brúnir Hengils alla leið á Vörðuskeggja sem er hæsti tindurinn þar sem göngumenn heilsa miðnætursólinni. Farið um slóðir útilegumanna í Innstadal á bakaleið.
Vegalengd 14 km og 600 metra hækkun.

Nánari upplýsingar má finna hér:https://www.facebook.com/events/5044258255695620/5044258275695618/