Svona varð Laugavegurinn til

Göngu­leiðin milli Land­manna­lauga og Þórs­merk­ur er vin­sæl­asta göngu­leið lands­ins og er orðin þekkt um all­an heim á meðal göngu­fólks. Ein­stök nátt­úru­feg­urð, lita­dýrð og fjöl­breyti­leiki er ein­kenn­andi fyr­ir göngu­leiðina. Friðland að Fjalla­baki er eitt feg­ursta svæði Íslands og nátt­úra og víðerni á Torfa­jök­uls­svæðinu eru ein­hver mestu verðmæti á há­lend­inu. Jarðmynd­an­ir, lands­lag og hvera­virkni eru óvenju­lega fjöl­breytt, lit­rík og stór­feng­leg. Svæðið er að mestu óraskað og friðlýs­ing hef­ur orðið til þess að land­nýt­ing hef­ur verið skyn­sam­leg.

Þegar Ferðafé­lag Íslands hóf und­ir­bún­ing að upp­bygg­ingu Lauga­veg­ar­ins var göngu­leiðin bæði ófær og óaðgengi­leg og var stærsta verk­efnið að yf­ir­stíga óbrúaðar ár og byggja skála. Það þurfti mik­inn dugnað og áræði frum­kvöðlanna til að láta draum­inn verða að veru­leika. Frá stofn­un Ferðafé­lags Íslands hef­ur fé­lagið beitt sér fyr­ir því að byggja upp skála og göngu­leiðir á há­lend­inu og var fyrsti skál­inn reist­ur í Hvítár­nesi árið 1930. Var það liður í upp­bygg­ingu fé­lags­ins á göngu­leiðinni um Kjal­veg hinn forna. Á ár­un­um sem fylgdu voru byggðir upp fjalla­skál­ar á Kjal­vegi, í Kerl­ing­ar­fjöll­um og Þjófa­döl­um og síðar í Þver­brekknamúla.

Hug­mynd­in að Lauga­veg­in­um í nú­ver­andi mynd mun hafa kviknaði upp úr 1970. Ferðafé­lagið hafði reist skála í Land­manna­laug­um árið 1951 og Þórs­mörk árið 1954. Það var því nær­tæk hug­mynd að ganga á milli þess­ara ein­stöku og mar­grómuðu skála­svæða. Könn­un­ar­ferðir voru farn­ar af harðdug­leg­um göngu­mönn­um og þurfti mikið áræði til að tak­ast á við óbrúað straum­vatnið. Árið 1975 hófst eig­in­leg­ur und­ir­bún­ing­ur og var gengið hratt til verks. Strax árið 1976 var skáli reist­ur í Botn­um á Emstr­um og ári síðar kom skáli í Hrafntinnu­sker. Göngu­brú, 18 m löng, var byggð á Fremri-Emstruá árið 1978 og var þá eitt stærsta skrefið í að opna leiðina. Leiðin var síðan stikuð sum­ur­in 1978 og 1979 og unnu 36 sjálf­boðaliðar fé­lags­ins loka­hnykk­inn haustið 1979. Tveir skál­ar voru reist­ir við Álfta­vatn sum­arið 1979 og tók ann­ar 20 manns í gist­ingu en hinn 40. Fyrstu Lauga­veg­ar­göng­una fór Ferðafé­lagið dag­ana 13. til 18. júlí 1979 og gengu þá 17 farþegar leiðina und­ir leiðsögn Krist­ins Zoph­ón­ías­son­ar. Á ein­ung­is fjór­um árum höfðu sjálf­boðaliðar fé­lags­ins byggt upp nýja göngu­leið og hef­ur viðhald og rekst­ur göngu­leiðar­inn­ar verið stærsta verk­efni fé­lags­ins all­ar göt­ur síðan.