Þorvaldsdalsskokkið um næstu helgi

Frá hlaupinu 2019 af heimasíðu hlaupsins.
Frá hlaupinu 2019 af heimasíðu hlaupsins.

Um næstu helgi fer fram Þorvaldsdalsskokkið, elsta skipulagða óbyggðahlaup landsins. Fyrsta hlaupið var haldið 1994 en hlaupið er eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði.

Landvættaverkefni Ferðafélags Íslands eru nú komin í samstarf við hlaupið sem er hluti af Landvættaáskorunum. Nú verður boðið upp á hlaup í þremur vegalengdum, 25 km sem er aðalvegalengdin sem Landvættir þurfa að ljúka, 16-18 km sem er fyrir hálfvættina og að lokum 8-10 km sem ungvættirnar spreyta sig á.

Heimasíða hlaupsins

Skráning í hlaupið

Framkvæmdaaðilar Þorvaldsdalsskokksins eru: UMSE, Ungmennafélagið Reynir, Árskógsströnd og Ungmennafélagið Smárinn, Hörgárbyggð.