Tilboð á mynddiskum

Léttar leikfimisæfingar, ferðalag á Arnarvatnsheiði, ganga á Hvannadalshnúk og Lakagígar og áhrif Skaftárelda.

Þetta er efni á mynddiskum sem eru á tilboði. Um er að ræða síðustu eintökin og því um að gera að nota tækifærið og gera góð kaup en hver diskur kostar 1500 krónur. 

Sterk og létt í lund

Á þessum DVD mynddiski eru átta æfingatímar með laufléttum og hressandi leikfimisæfingum fyrir fólk á besta aldri.

  1. Sitjandi þolfimi
  2. Standandi þolfimi
  3. Sitjandi styrkur 1
  4. Sitjandi styrkur 2
  5. Standandi styrkur
  6. Liggjandi pilates æfingar
  7. Sitjandi jóga æfingar
  8. Standandi og sitjandi teygjur

Hver tími tekur 10 mínútur og íslensk dægurlagatónlist er spiluð undir æfingunum. Að auki er sérstakur fræðsluþáttur um gönguþjálfun.

Kennarar og höfundar æfinganna eru Steinunn Leifsdóttir MS.c. íþróttafræðingur og Ásdís Halldórsdóttir BS.c. íþróttafræðingur.

Sterk og létt í lund

 

Eystra Eldhraunið

Gos í eystri hluta Laka gígaröðinni hófst í enda júlí 1783 og rann þá hraun niður með Hverfisfljóti. Fljótið færðist undan hrauninu í austur og myndaði ný gljúfur við Hnútuna.

Í myndinni er lýst afleiðingum eldanna á fólk og fénað hér í sveitum og víðar. Lesið er úr ævisögu Sr. Jóns Steingrímssonar sem ritaði merkar heimildir um Skáftárelda.

Gengið er að Miklafelli og yfir eldhraunið og niður með Hverfisfljóti.

Leiðsögn er í höndum Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur en kvikmyndatöku annaðist Pétur Steingrímsson.

Lengd: 51 mínúta.

Eystra eldhraunið

 

Arnarvatnsheiði

Slegist er í för með hópi á vegum Ferðafélags Íslands í ferð sem nefnist Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði.

Hér er farin afar fáfarin gönguleið um þetta mikla víðerni norðan jökla. Surtshellir er skoðaður á leiðinni að Norðlingafljóti og farið er meðfram Eiríksjökli og uppundir Langjökul. Þar er gengið upp í gíginn Hallmund sem Hallmundarhraun rann úr fyrir 1100 árum.

Þá er farið upp í Jökulstalla utan í Langjökli. Leið liggur svo um Fljótsdrög yfir Langajörfa og í „lítinn hvannamó“ yfir Skammá, milli Réttarvatns og Arnarvatns.

Leiðsögn er í höndum Sigrúnar Valbergsdóttur en kvikmyndatöku annaðist Pétur Steingrímsson.

Lengd: 75 mínútur.

Arnarvatnsheiði

 

Hvannadalshnúkur

Ganga á Hvannadalshnúk er krefjandi verkefni. Gangan tekur að öllu jöfnu 12-16 tíma. Hækkun er mikil eða um 2100 metrar. Hnúkurinn er snævi þakinn tindur utan í öskju Öræfajökuls og er hæsti tindur landsins.

Í þessari mynd er því lýst hvernig göngu á tindinn er háttað og hvaða reglur gilda um göngu á jökli. Einnig er stiklað á stóru um eldgos í jöklinum, og svo um þá sem voru brautryðjendur í ferðum á jökulinn.

Leiðsög er í höndum Páls Ásgeirs Ásgeirssonar en kvikmyndatöku annaðist Pétur Steingrímsson.

Lengd: 40 mínútur.

Hvannadalshnúkur

 

Á vit sögunnar

Skaftáreldar 1783 eru eitt mesta gos á sögulegum tíma. Lakagígar eru á tæplega 25 km langri sprungu og eru gígarnir á annað hundrað talsins. Hraunið sem kom upp er um 12 rúmkílómetrar og þekur um 600 ferkílómetra.

Í myndinn er gengið um þetta svæði og þessi tilkomumikla náttúra skoðuð og saga héraðsins viðruð.

Leiðsögn er í höndum Ólafs Arnar Haraldssonar. Helgi Magnússon og Kári Kristjánsson segja frá. Kvikmyndatöku annaðist Pétur Steingrímsson.

Lengd: 47 mínútur.

Á vit sögunnar