Úlfarsfell 1000 með glæsibrag

Hátíðin Úlfarsfell 1000, sem Ferðafélag Íslands stóð fyrir í gær, heppnaðist vel. Hartnær 1000 manns lagði leið sína á fjallið þar sem tónlistarfólk hélt uppi miklu fjöri.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gekk á fjalli, ásamt Illuga syni sínum. Katrín flutti ávarp sem endaði með því að hún gekk í Ferðafélag Íslands og til liðs við kórinn Syngjandi Strandamenn.

Jakob Frímann Magnússon flutti eigin lög með aðstoð Strandamanna og kynnti þá sem konu fram af alkunnri lipurð. FÍ-bandið flutti tónlist sína. Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, flutti ávarp.

Inga Dóra Guðmundsdóttir, forseti Ferðafélags Íslands, var heiðursgestur hátíðarinnar. Herra Hnetusmjör flutti tvö lög við gríðarlega góðar undirtektir.
Þetta var í annað sinn sem hátíðin var haldin.