Úlfarsfell 2000 - 18 maí kl. 18.00

Fleiri þúsund manns hafa tekið þátt í Úlfarsfellshátíðum Ferðafélags Íslands sem er frábært tækifæri til að eiga góðu fjölskyldustund úti í náttúrunni og syngja sumarið í gang.
Fleiri þúsund manns hafa tekið þátt í Úlfarsfellshátíðum Ferðafélags Íslands sem er frábært tækifæri til að eiga góðu fjölskyldustund úti í náttúrunni og syngja sumarið í gang.

Ferðafélag Íslands, World Class og Fjallakofinn standa fyrir fjölskyldugöngu á Úlfarsfell þann 18 mai nk. kl. 18.00. Um er að ræða skemmtigöngu þar sem Helgi Björnsson og reiðmenn vindanna spila og syngja og skemmta fólki  á sviði á Hákinn, sléttunni neðan við efsta hluta fjallsins.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson verður heiðursgestur í göngunni.  

Gangan hefst kl. 18 og verður gengið frá þremur upphafsstöðum á fjallið; frá bílastæði við Vesturlandsveg við aðstöðu skógræktarinnar, frá bílastæðum við upphafsstað göngu í Úlfarsárdal og frá bílastæði á Skarhólabraut, Mosfellsbæjarmegin.   Göngustjórar FÍ leiða för frá hverjum upphafsstað. 

Fleiri þúsund manns hafa tekið þátt í Úlfarsfellshátíðum Ferðafélags Íslands sem er frábært tækifæri til að eiga góðu fjölskyldustund úti í náttúrunni og syngja sumarið í gang. 

Þátttakendur eru hvattir til að mæta vel búnir, í góðum gönguskóm,  göngufatnaði og hlífðarfatnaði með bakpoka, með heitt á brúsa og nestisbita.  Gera má ráð fyrir örlitlum vindi og hugsanlega skúragangi, en fátt er meira hressandi en góð ganga í ferskum andblæ og votviðri. 

Þátttaka er ókeypis, verið velkomin.