Útivistarkvöld Loftslagsleiðtogans

Útivistarkvöld Loftslagsleiðtogans í í samvinnu við Ferðafélag Íslands, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun (við HÍ) og 66°Norður.
Verður haldið fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00 í sal FÍ Mörkinni 6.

Hvernig getur þú haft áhrif á loftslagsmálin með þinni útivist? Hversu loftslagsvæn er útivist í raun og veru? Hverju þarf að huga að og hvaða skref þurfum við að stíga til að minnka kolefnisspor á fjöllum?
Getum við öll verið loftslagsleiðtogar?
Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað á útivistarkvöldinu þar sem við bjóðum uppá skemmtilega fyrirlestra og magnaða myndasýningu auk þess sem Andri Snær rithöfundur lokar kvöldinu af sinni alkunnu snilld.

Loftslagsleiðtoginn er hreyfiafl sem hefur það markmið að hvetja til breytinga í umhverfis- og loftslagsmálum með fræðslu, hnitmiðuðum aðgerðum og valdeflingu einstaklinga sem vilja láta til sín taka í umræðunni um loftslagsmál. Salome Hallfreðsdóttir, Hafdís Hanna Ægisdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir standa að baki verkefninu.

Dagskrá:

  • Opnun – Anna Dóra Sæþórsdóttir, forseti FÍ og prófessor
  • Virkjaðu þinn innri loftslagsleiðtoga – Vilborg Arna Gissurardóttir, ævintýrakona, ráðgjafi og fyrirlesari
  • Útivist og loftslagsmál – hvað skiptir máli? – Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur og fjallahlaupari
  • Kolefnisspor í útivist – Salome Hallfreðsdóttir, umhverfisfræðingur og útivistarkona
  • Leiðtogar fyrir loftslagið – kynning á Loftslagsleiðtoganum, leiðtoga- og útivistarnámskeiði fyrir ungt fólk – Matthildur Óskarsdóttir og Emelía Britt Einarsdóttir, loftslagsleiðtogar
  • Lokaorð frá Andra Snæ Magnasyni, rithöfundi

Kynnir: Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða við Háskóla Íslands

Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Facebook viðburður