Við erum almannavarnir

Að gefnu tilefni vill Ferðafélag Íslands árétta að við fylgjum öll reglum og leiðbeiningum Almannavarna um samskipti, fjarlægð og hreinlæti. Það á einnig við um Almannavarnagöngur FÍ þar sem þátttakendur eiga að fara frá heimili sínu og ganga í sínu nærumhverfi og virða allar reglur um samskipti, fjarlægð og hreinlæti. Við verðum öll að leggja okkur fram um að aðlagast nýjum aðstæðum og fylgja þeim í einu og öllu.

Ferðafélagið áskilur sér jafnframt rétt til að eyða myndum á síðum sínum þar sem reglur samkomubanns t.d um fjarlægð eru brotnar. Hugsum vel um heilsuna og förum áfram út að hreyfa okkur.