Gönguleiðir: Álftanes - Bessastaðatjörn

Suðvesturland

Álftanes - Bessastaðatjörn

Lýsing

Fátt er eins róandi eftir erfiðan vinnudag eða vinnuviku en að ganga með sjó og finna hvernig skvaldrandi öldur og gólandi fuglar leysa út allar áhyggjur manns á einu bretti.

Við Kasthúsatjörn á Álftanesi er bílastæði og þar er gott að hefja gönguna og ganga meðfram sjónum í stóran hring utan um Bessastaðatjörn. Saltið angar í loftinu og höfuðborgarsvæðið blasir við rétt handan sundsins.
Sagan liggur í loftinu því rauðu þökin á Bessastöðum er alltaf í augsýn. Fáir staðir eru eins tengdir Íslandssögunni eins og þessi aldni herragarður og er svo enn.

GPS-ferill