Gönguleiðir: Arnarfell við Þingvallavatn

Suðurland

Arnarfell við Þingvallavatn

Lýsing

Arnarfell við Þingvallavatn er ekki mjög hátt fjall (239 m) en það stendur stakt og fallega á bakka vatnsins. Arnarfellið er móbergsfjall frá síðasta jökulskeiði.
Auðvelt er að ganga upp á fjallið og ekki síður fróðlegt að fara einskonar hring um það til að kanna landslag þess og búsetuleifar við vesturendann.
Best er að skilja bílinn eftir á bílastæði nálægt fjallinu og ganga síðan upp á vesturenda þess og njóta útsýnis sem sífellt breytist eftir því sem hækkar. Uppi á fjallinu er tjörn eða lítið stöðuvatn sem heitir Stapatjörn. Af toppnum er sérlega gott útsýni yfir Þingvallavatnið sem er spegilslétt ef við erum heppin. Handan vatns rísa hinar tignarlegu Botnssúlur.
Hægt er að ganga eftir endilöngu fjallinu og fara ofan að eyðibýlinu Arnarfelli sem fór í eyði 1947. Þar eru einnig rústir og trjálundur Matthíasar Einarssonar læknis sem hafði hér búseturétt á fjórða áratugnum og gerði tilraunir með hreindýrarækt á Þingvöllum.
GPS-ferill