Gönguleiðir: Búrfell og Búrfellsgjá

Suðvesturland

Búrfell og Búrfellsgjá

Lýsing


Ein af fallegustu gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu er um Búrfellsgjá við Heiðmörk. Búrfell myndaðist í einu eldgosi fyrir rúmum 8.000 árum. Gjá er reyndar ekki réttnefni, heldur er um að ræða fallega og heillega hrauntröð, rúmlega 3 kílómetra langa og við endann er Búrfellið, sem er fallegur gjallgígur.Gengið er eftir slóðum en þó er leiðin grýtt á köflum og í hlíðum Búrfells er lausamöl og þar getur verið gott að vera með stafi. Nokkuð er um sprungur í Búrfellsgjá og því þarf að hafa varann á þegar fennir í þær. Á góðum sumardegi er ganga um Búrfellsgjá við allra hæfi og börn hafa gaman af því að koma þangað og ekki spillir að kíkja í hellisskútana á leiðinni.

Gangan hefst við bílastæði við Heiðmerkuveg suðaustan við Vífilsstaðahlíð í Garðabæ. Þar er gott skilti sem fjallar um leiðina og helstu kennileiti.
Margt skemmtilegt ber fyrir augu á leiðinni og þetta er létt ganga við hæfi allrar fjölskyldunnar.

GPS-ferill