Gönguleiðir: Hafrahlíð og Reykjaborg

Suðvesturland

Hafrahlíð og Reykjaborg

Lýsing

Fellið fyrir ofan Hafravatnið er ýmis nefnt Hafrahlíð (245 m) eða Hafrafell. Gömul rétt. Hafravatnsrétt er rétt við veginn norðan vatnsins og þar hefja menn að jafnaði göngu á Hafrafell. Fyrst er gengið eftir slóða gegnum skógrækt en fljótlega greinist leiðin og skal taka vinstri slóðina. Henni er fylgt yfir bílveg og haldið áfram upp á brúnir Hafrafells. Fyrir flesta liggur beint við að halda svo áfram eftir brún Hafrafells því slóðin heldur áfram yfir á Reykjaborg (286 m) sem rís yfir brúnina skammt austan við Hafrafell. Þannig fást tvö fjöll fyrir eitt og þykir gott.

Svo liggur beinast við að halda ofan aftur svipaða leið en stígarnir á þessi tvö þægilegu fell eru vel merktir og greinargóðir. Tilvalin fjölskylduganga.
GPS-ferill