Gönguleiðir: Kvígindisfell

Suðvesturland

Kvígindisfell

Lýsing

Kvígindisfell rís upp í 783 metra hæð ekki langt frá leiðinni yfir Kaldadal. Fremur auðvelt er að ganga á fjallið og engar sérstakar torfærur. Hægt er að skilja bíl eftir á Kaldadalsvegi þar sem henta þykir og halda síðan sjónhending að fjallinu.
Áhugaverður sögustaður, Biskupsbrekka er rétt við veginn og þaðan er ágætt að ganga. Leiðin liggur yfir mela og móa, upp síhækkandi ása og mela á topp fjallsins.
Útsýni er afbragðsgott af toppi Kvígindisfells og er sérlega fallegt að sjá til Hvalfells og Hvalvatns og yfir Hvalfjörð ef skýjafar leyfir. Botnssúlur rísa einnig afar tignarlega yfir umhverfi sitt séð af Kvígindisfelli.
Fjallahringurinn umhverfis fellið er tilkomumikill og bera þar hæst Ok, Þórisjökull, Prestahnúkur og Björnsfellin tvö sunnan Þórisjökuls.
GPS-ferill