Gönguleiðir: Sandafell við Þingeyri

Vestfirðir

Sandafell við Þingeyri

Lýsing

Sandafell er lítið fell fyrir ofan Þingeyri (367 m) við Dýrafjörð. Hægt er að ganga upp á fellið frá Þingeyri eða frá þjóðveginum rétt ofan við þorpið. Á toppi Sandafells er útsýnisskífa með helstu kennileitum sem bera fyrir augu og þaðan er einstakt útsýni.
Hækkun er um 170 m og gönguleiðin frá gamla þjóðveginum er um það bil 3 km báðar leiðir.