Prjónaganga í hjarta Reykjavíkur
- Lýsing
Vertu með í fyrstu prjónagöngu ársins, léttum og notalegum göngutúr um miðborg Reykjavíkur þar sem við fléttum saman sögu, menningu og fróðleik.
Brottför kl. 10 í Mæðragarðinum, við styttuna Móðurást eftir Nínu Sæmundsson. Sjá kort hér
Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.
- Fararstjórn
Ingibjörg Jónsdóttir og Hildur Björk Guðmundsdóttir
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
- Hleðslubanki
Hver getur tekið þátt?
Prjónagöngur er fyrir alla, óháð aldri eða kyni.
Hvort sem þú ert vanur prjónari, heklari eða langar að læra, þá er þetta tilvalið tækifæri til að deila áhugamáli, njóta fersks lofts og hreyfingar í góðum félagsskap.
Göngurnar eru ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig
Aðrar prjónaferðir:
- 15. mars, Húshólmi við Krýsuvík
- 23 apríl, Vatnahringur í Heiðmörk
- 12. -14. júní, Þórsmörk: Garn, prjón og gönguskór




