Ferð: Vatnahringur í Heiðmörk

Vatnahringur í Heiðmörk

FÍ Prjónagöngur
Lýsing

Lokaprjónaganga vetrarins verður í hinni margrómuðu Heiðmörk sem er stærsta útivistarsvæði í nágrenni höfuðborgarinnar. Þar verður genginn svokallaður Vatnahringur.
Góðum stíg verður fylgt á meðan við virðum fyrir okkur skóglendið, hlustum á fuglasöng og finnum okkur góða laut til að setjast niður í og taka upp nesti og prjóna. Ganga: 8,5 km. Hækkun: 250 m

Brottför: Kl. 18 frá Elliðavatnsbæ.

Ekinn er Suðurlandsvegur í átt að Sandskeiði, beygt við Rauðhóla.
Ekið yfir brúna sem skilur að Elliðavatn og Helluvatn. Þegar komið er yfir brúna er beygt til hægri inn afleggjara sem leiðir að bílastæðinu þar sem ganga hefst. Sjá kort hér

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.

Brottför/Mæting
Kl. 18 frá Elliðavatnsbæ
Fararstjórn

Ingibjörg Jónsdóttir og Hildur Björk Guðmundsdóttir 

Innifalið
Fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • Hleðslubanki

Hver getur tekið þátt?

Prjónagöngur er fyrir alla, óháð aldri eða kyni.
Hvort sem þú ert vanur prjónari, heklari eða langar að læra, þá er þetta tilvalið tækifæri til að deila áhugamáli, njóta fersks lofts og hreyfingar í góðum félagsskap.

Göngurnar eru ókeypis, en nauðsynlegt er að skrá sig

Skráning í göngu