Suðvesturland
Kjalnesinga saga með Katrínu Jakobsdóttur
- Lýsing
Katrín Jakobsdóttir, íslenskufræðingur og fyrrum forsætisráðherra, leiðir göngu upp Esjuna að Steini og kynnir þátttakendur fyrir Kjalnesinga sögu sem má kalla heimasögu Reykvíkinga en þar kemur galdrakonan Esja meðal annars við sögu. Katrín segir frá henni og öðrum persónum sögunnar á leiðinni upp fjallið.
Farið verður löturhægt upp Esjuna til að gangan henti sem flestum!
Safnast saman á einkabílum á bílastæðum við Esjustofu- Brottför/Mæting
- Kl. 11 frá bílastæðum við Esjustofu
- Fararstjórn
Katrín Jakobsdóttir
- Innifalið
- Fararstjórn
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
- Hleðslubanki
Þátttaka ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig