Ferð: Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)

Ert þú félagsmaður í FÍ Nei
Suðurland

Vettvangshjálp í óbyggðum (WFR)

Dagana; 12. -15. mars og 19. -22. mars 2026
Lýsing

Námskeiðið Vettvangshjálp í óbyggðum / Wilderness First Responder (WFR) er 76 klst. sérhæft námskeið í vettvangshjálp, ætlað þeim sem starfa fjarri almennri bráðaþjónustu og gætu verið í þeirri aðstöðu að bera ábyrgð á hópi eða sjúklingi. Af þeim sökum hentar námskeiðið til dæmis vel þeim sem eru leiðsögumenn í óbyggðum.

Á námskeiðinu er farið yfir það hvernig veikindi og áverkar eru metin, ásamt því hvaða meðferð hægt er að beita. Einnig er fjallað mikið um forvarnir. Nemendur læra að nota tilbúinn sjúkrabúnað ásamt því að leika af fingrum fram og nota til dæmis hefðbundinn útivistarbúnað sem sjúkrabúnað. Nemendur sem lokið hafa námskeiðinu eiga að vera tilbúnir til að vera sérfræðingar í fyrstu hjálp innan síns hóps, hvort sem um björgunaraðgerð er að ræða eða í ferðalögum í óbyggðum. 

Kennsluaðferðirnar fela meðal annars í sér fyrirlestra, heimaverkefni og verklega kennslu. Nemendur fá í hendurnar kennslubækur á fyrsta degi eða sendar í aðdraganda námskeiðsins. Um helmingur kennslunnar fer fram utandyra.

 

Kennsla er á vegum Landsbjargar 

 

Athugið að skráningu lýkur mánudaginn 10. febrúar 2026

Brottför/Mæting
Frá kl. 8 til 18
Innifalið
Kennsla og námsgögn

Aðrar upplýsingar

  • Námskeiðið er kennt dagana 12. -15. mars og 19. -22. mars, alls 8 dagar, skipt upp í 2 x 4 daga.
  • Kennt er frá kl. 08:00 og 18:00 alla dagana, fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag.
  • Kennsludagarnir eru langir og ekki er gert ráð fyrir minni en 100% ástundun.
  • Nemendur þurfa sjálfir að koma með ritföng, en einnig er heimilt að vera með far- eða spjaldtölvu til að glósa í. Nemendur þurfa einnig að geta verið utandyra í verklegri kennslu, þ.á.m. við æfingar í myrkri.
    Eins þurfa nemendur að gera ráð fyrir því að þeir leiki sjúklinga í æfingum og þurfa þá að hafa með sér fatnað til þess sem má skemmast.
  • Lágmarksaldur 18 ár.
  • Þeir sem ljúka námskeiðinu fá réttindi til að beita sex vinnureglum sem Landlæknisembættið hefur samþykkt.
  • Þá eru nemendur einnig viðurkenndir sem vettvangshjálparliðar (First Responders). Þessi réttindi gilda í 3 ár og nemandi þarf að mæta á endurmenntunar námskeið áður en sá tími er liðinn.