Ferð: Helgufoss og Grímannsfell

Suðvesturland

Helgufoss og Grímannsfell

FÍ Prjónagöngur
Lýsing

Önnur prjónaganga vetrarins - Helgufoss og Grímannsfell

Við göngum að Helgufossi og þaðan upp á Grímannsfell, hæsta fjall í landi Mosfellsbæjar.
Gangan er á færi flestra, þó örlítil hækkun sé til staðar.  Ganga: 6 km.  Hækkun: 370m

Öll velkomin, en nauðsynlegt er að skra´ sig í gönguna.

Skrá mig í gönguna

Brottför/Mæting
Kl. 10 frá bílastæðinu við Helgufoss
Fararstjórn

Ingibjörg Jónsdóttir og Hildur Björk Guðmundsdóttir 

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • Hleðslubanki

Markmið með prjónagöngum:

Er að næra bæði líkama og sál, við fá ferskt loft í lungun, góða hreyfingu og njótum þess að vera saman í góðum félagsskap.

Ef veður leyfir grípum við í prjónana og deilum sameigilegum áhuga á prjónaskap, hekli eða öðrum hannyrðum.

Prjónagöngur eru fyrir öll, óháð aldri og kyni. Byrjendur í prjónaskap eru velkomnir því boðið er upp á kennslu.

Upphafsstaður göngu:

Er frá bílastæðinu við Helgufoss. Ekið er fram hjá Gljúfrasteini húsi nóbelsskáldins Halldór Laxness, og fljótlega eftir það er beygt til hægri inn að Bringum. Fylgt er þeim afleggjara út á enda þar til komið er að bílastæði.
Sjá kort hér