Árbækur

Árbók 1993 - Við rætur Vatnajökuls

Árbók FÍ 1993 fjallar um byggðir, fjöll og skriðjökla við rætur Vatnajökuls frá Síðujökli og Grænalóni í vestri til Lónsöræfa í austri.

Þetta er svæðið sem liggur að baki byggð í Austur-Skaftafellssýslu, frá Lómagnúpi að Lónsheiði.

 

Vörunúmer 251993
Verðmeð VSK
Verð
3.500 kr.
Árbók 1993
Árbók 1993

Árbók 1993 Við rætur Vatnajökuls

Eftir Hjörleif Guttormsson

Árbók FÍ 1993 fjallar um byggðir, fjöll og skriðjökla við rætur Vatnajökuls frá Síðujökli og Grænalóni í vestri til Lónsöræfa í austri eða frá Lómagnúpi að Lónsheiði.

Þetta er svæðið sem liggur að baki byggð í Austur-Skaftafellssýslu en raunar hefst landslýsingin nokkru vestan sýslumarka, eða við Lómagnúp og lýkur við Hvalnesskriður í Lónssveit. Bókin hefst á yfirliti um landslag og jarðsögu og því fylgir síðan nokkur greinagerð um lofslag og lífríki. Í þriðja kafla bókar er greint frá sérkennum mannlífs við sunnanverðan Vatnajökul.

Landlýsingarkaflar bókarinnar eru átta, hinn fyrsti um Núpstaðarskóga og Grænalón, annar um Skeiðarársand, þriðji um Öræfi og er helmingur hans helgaður þjóðgarðinum í Skaftafelli. Fjórði landlýsingarkaflinn er um Breiðamerkursand, fimmti um Suðursveit, sjötti um Mýrar, sjöundi um Nes og Höfn, áttundi og síðasti kaflinn um Lón og Lónsöræfi. Er þar m.a. vísað til vegar um slóðir sem nú eru varðaðar nýlegum gönguskálum.

Bókina prýða yfir 80 myndir og hefur höfundur tekin meginhluta þeirra. Guðmundur Ó. Ingvarsson teiknar staðfræðilega uppdrætti og skýringamyndir í bókina. Ritstjórn annaðist Hjalti Kristgeirsson

Kaflar í bókinni

  • Loftslag og lífríki
  • Sérkenni mannlífs sunnan Vatnajökuls
  • Núpsstaðaskógar og Grænalón
  • Skeiðarársandur
  • Öræfi
  • Breiðamerkursandur
  • Suðursveit
  • Mýrar
  • Um Nes til Hafnar
  • Lón og Lónsöræfi