Árbækur

Árbók 1996 - Ofan Hreppafjalla

Árbók FÍ 1996 fjallar um svæðið ofan Hreppafjalla, nánar tiltekið efri hluta Árnessýslu á milli Hvítár og Þjórsár, einkum óbyggðir og afréttir Hreppamanna, Flóa og Skeiðamanna, allt upp að Hofsjökli.

Bókin hefur að geyma fróðlega landlýsingu, gerð er grein fyrir bæjum fornum og nýjum ásamt ágripi af jarðsögu héraðsins og virkjanasögu Þjórsár.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
3.900 kr.
Árbók 1996 - Ofan Hreppafjalla
Árbók 1996 - Ofan Hreppafjalla

Árbók 1996 Ofan Hreppafjalla milli Hvítár og Þjórsár í Árnessýslu

Eftir Ágúst Guðmundsson

Árbók FÍ 1996 fjallar um svæðið ofan Hreppafjalla, nánar tiltekið efri hluta Árnessýslu á milli Hvítár og Þjórsár, einkum óbyggðir og afréttir Hreppamanna, Flóa og Skeiðamanna, allt upp að Hofsjökli.

Bókin hefur að geyma fróðlega landlýsingu á landsvæðinu. Fjallað er rækilega um Þjórsárdal og gerð þar grein fyrir öllum bæjum fornum og nýjum. Einnig er ágrip af jarðsögu héraðsins og virkjanasögu Þjórsár.

Höfundurinn Ágúst Guðmundsson er jarðfræðingur og hefur ítarlega þekkingu á svæðinu bæði sem ferðamaður en einnig vegna vinnu við jarðfræðirannsóknir. Ritstjóri annaðist Hjalti Kristgeirsson.

Kaflar í bókinni

  • Jarðfræði
  • Þjórsá
  • Þjórsárdalur
  • Gnúpverjaafréttur
  • Flóa- og Skeiðamannaafréttur
  • Hrunamannaafréttur og efstu heimalönd
  • Kerlingarfjöll
  • Hofsjökull