Árbækur

Árbók 1997 - Í fjallhögum milli Mýra og Dala

Árbók FÍ 1997 er landlýsing í tveimur hlutum en bókin fjallar um hálendið milli Mýrasýslu og Dalasýslu ásamt grannbyggðum hvorrar sýslu.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
3.900 kr.
Árbók FÍ 1997
Árbók FÍ 1997

Árbók 1997 Í fjallhögum milli Mýra og Dala

Eftir Guðrúnu Ásu Grímsdóttur og Árna Björnsson

Árbók FÍ 1997 er landlýsing í tveimur hlutum en bókin fjallar um hálendið milli Mýrasýslu og Dalasýslu ásamt grannbyggðum hvorrar sýslu. Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur ritar um svæðið Mýrasýslumegin, en Árni Björnsson þjóðháttafræðingur um svæðið Dalamegin. Að auki ritar Haukur Jóhannesson jarðfræðingur stutta grein um jarðfræði hálendisins. Björn Þorsteinsson tók myndir og Guðmundur Ó. Ingvarsson, landfræðingur teiknaði staðfræðikort eftir prentuðum frumgögnum frá Landmælingum Íslands. Ritstjóri er Hjalti Kristgeirsson.

Kaflar í bókinni

1. Opnast land til fjalla frammi upp af Mýrum og Hnappadal

Í aðfaraorðum að þætti sínum segir Guðrún Ása Grímsdóttir að þátturinn sé „að mestu bundinn við fjalllendið milli Mýra og Dala austan af Holtavörðuheiði og vestur á Fossaveg sem liggur uppúr Hnappadal og kemur til byggða í Hörðudal.“ Að vísu sé einnig veitt „yfirlit yfir landslag og búskap og leiðir á Mýrum og í Hnappadal frá fjöru til fjalls.“ Markmiðið sé „að veita lítilsháttar yfirsýn yfir breytilega skapað landslag á hálendi sem þjóðvegir nútímans liggja að á alla vegu og mörgum er greiðfært að ganga. Um sviðið liggja fornir alfaravegir um holt og hæðir og jafnframt má finna ótal nýjar leiðir.“

Meðal undirkafla:

 • Um Norðurárdal
 • Sanddalur
 • Baula og nálæg fjöll
 • Við Hreðavatn
 • Á Grímsdal
 • Umhverfi Vikravatns
 • Vestan Gljúfurár
 • Langavatn og nálægt fjalllendi
 • Upp úr Langavatnsdalu um Sópandaskarð
 • Um Grenjadal
 • Undir Grímssstaðamúla
 • Um Hraundal
 • Skarðsheiðarvegur vestri
 • Á Grjótárdal
 • Háleiksvatn
 • Hítardalur og Hítarvatn
 • Fjalllönd milli Hítardals og Hnappadals
 • Í Grettisbæli undir Fagraskógarfjalli

2. Dalaheiði kringum hæl Hvamssfjarðar frá Krosshellu að Guðnýjarsteinum

Árni Björnsson hefur þátt sinn með því að fjalla um fornar nafngiftir, sýslumörk og vegi, forna og nýja. „Dalalönd nefndist í Landnámu svæðið fyrir botni Hvammsfjarðar þar sem segir að Auður djúpúðga næmi land …“ „Dalaheiði virðist höfundur Laxdælu nefna fjallgarð þann sem lykur um Dalalönd að sunnan og austan.“ „… mörk þeirra umboða, sem síðar urðu Snæfellsnessýsla og Dalasýsla, [munu] fram um 1500 verið við Skraumu, enda náði landnám Auðar djúpúðgu þangað.“ „Eftir 1500 voru sýslumörkin lengi miðuð við ána skammt utan við bæinn Gunnarsstaði sem er ysti bær í Hörðudalshreppi.“ „Langvegur … hófst við Gunnarsstaði og lá [inn með Hvammsfirði] um Lækjarskógsfjörur … í átt að Þorbergsstöðum … vestur yfir Sauraleiti og fram Laxárdal …og um Hvammssveit …“ „Suður-Dalir kallaðist að jafnaði svæðið sunnan Hvammssveitar, með öðrum orðum Hörðudalshreppur, Miðdalahreppur og Laxárdalshreppur.“ Um þessi lönd fjallar þátturinn.

Meðal undirkafla:

 • Vestliðaeyri
 • Svínbjúgur
 • Hólsbotn
 • Hörðurdalur að vestan
 • Laugardalur og Sópandaskarð
 • Vífilsdalur
 • Hörðurdalur að austan
 • Snóksdalur
 • Sökkólfsdalur að vestan
 • Brattabrekka
 • Austurárdalur
 • Reykjadalur
 • Geldingadalur
 • Gamalhnúkar
 • Náhlíð
 • Haukadalur og afréttir
 • Haukadalsskarð
 • Þverdalur
 • Laxárdalsháls
 • Laxárdalsheiði
 • Búðardalur

3. Yfirlit um jarðfræði Mýrasýslu og yfir til Dala