Árbækur

Árbók 2007 - Húnaþing eystra

Árbók FÍ 2007 fjallar um Austur-Húnavatnssýslu frá Langjökli, Kili og Hofsjökli í suðri að Vesturhópi og Skagatá í norðri. Mikil heiðalönd einkenna suðurhluta svæðisins og Kjalvegur frá Hveravöllum og norður úr telst til Húnaþings. Þéttbýlisstaðir eru tveir; Skagaströnd og Blönduós.

Bókin lýsir ekki einungis náttúrufari og staðháttum heldur er hún rík af sögum og sögnum um svæðið.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
4.900 kr.
Árbók 2007 - Húnaþing eystra
Árbók 2007 - Húnaþing eystra

Árbók 2015 Húnaþing eystra frá jöklum til ystu stranda

Eftir Jón Torfason

Árbók FÍ 2007 fjallar um Austur-Húnavatnssýslu frá Langjökli, Kili og Hofsjökli í suðri að Vesturhópi og Skagatá í norðri. Bókin lýsir ekki einungis náttúrufari og staðháttum heldur er hún rík af sögum og sögnum um svæðið.

Ferðalangar eiga það til að bruna hratt í gegnum sýsluna og gefa sér oft nauman tíma til að svipast um. Ef hægt er á ferð og sveigt af aðalvegi kemst ferðalangurinn fljótt að því að margt merkilegt er að sjá og náttúrufegurð er mikil. Flestir þekkja Vatnsdalshóla en forvitnileg og lítt þekkt náttúrufyribæri er víðar að finna eins og lýst er í bókinni. Þar má t.d. nefna Kattaraugað í Vatnsdal og fossaröðina í gljúfri Vatnsdalsár.

Lesandinn er leiddur um gróskumikla og söguríka dali milli hárra fjalla, út á ystu strendur Skagans, móti opnu íshafi og loks fram til heiða og afréttarlanda. Hugað er að lifnaðarháttum að fornu og nýju og sagt frá merkum viðburðum, mönnum, verum og vættum í héraðinu. Hér glímdi Grettir við Glám og Hallfreður vandræðaskáld kvað sín fyrstu kvæði, skrautlegir klerkar, litríkir sýslumenn, skörulegar húsfreyjur og fengsamir bændur settu mark sitt á liðinn tíma.

Höfundurinn Jón Torfason frá Torfalæk er afar fróður um sögu héraðsins og hefur viðað að sér heimildum úr ýmsum áttum. Bókin er ríkulega myndskreytt. Sveinbjörg Sveinsdóttir og Jón Viðar Sigurðsson tóku myndir sérstaklega fyrir bókina en víðar var leitað fanga og eru nokkrar merkar gamlar myndir í bókinni. Umbrot bókarinnar og ritstjórn mynda annaðist Daníel Bergmann. Þá er prýða bókina glæsileg kort sem gerð eru af Guðmundi Ó. Ingvarssyni. Ritstjórn var í höndum Jóns Viðars Sigurðssonar.

Kaflar í bókinni

 • Héraðssvipur
 • Vatnsdalur og Þing
  • Hagi. Þingeyrar. Vatnsdalur að vestan. Forsæludalur
  • Vatnsdalur að austan. Skriðnalönd
 • Frá Vatnsdalsfjalli að Blöndu
  • Kolkumýrar. Reykjabraut og Sauðadalur. Svínadalur. Sléttárdalur
  • Blöndudalur að vestanverðu. Ásar og Bakásar. Blönduós
 • Frá Blöndu til Laxárdalsfjalla
  • Langidalur. Blöndudalur að austanverðu. Svartárdalur
  • Vatnsskarð og Skörð. Laxárdalur. Að baki Laxárdalsfjalla. Refasveit
 • Skagaströnd og Skagi
  • Núpar og Borðurárdalur. Milli Laxár og Hallár. Hallárdalur
  • Undir Skógaröxl. Höfðakaupstaður / Skagaströnd
  • Frá Brandaskarði að Króksbjargi. nes. Skagi. Skagaheiði
 • Fram til heiða
  • Eyvindarstaðaheiði Auðkúluheiði. Grímstungu- og Haukagilsheiði