Árbækur

Árbók 2017 - Við Djúpið blátt

Árbók FÍ 2017 fjallar um Ísafjarðardjúp með fjörðum sínum og inndölum ásamt Snæfjallaströnd, Bolungarvík, Hnífsdal, Súðavík og Ísafjarðarkaupstað.

Þetta er gósenland ferðamannsins og inn í sérstæða náttúrufegurð Djúpsins fléttast áhugaverð menningar- og atvinnusaga.

 

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
8.900 kr.
Árbók 2017 - Við Djúpið blátt
Árbók 2017 - Við Djúpið blátt

Árbók 2017 Við Djúpið blátt Ísafjarðardjúp

Eftir Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur

Árbók FÍ 2017 fjallar um Ísafjarðardjúp með fjörðum sínum og inndölum ásamt Snæfjallaströnd, Bolungarvík, Hnífsdal, Súðavík og Ísafjarðarkaupstað.

Þetta er gósenland ferðamannsins og inn í sérstæða náttúrufegurð Djúpsins fléttast áhugaverð menningar- og atvinnusaga.

Höfundur Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur sem er þaulkunnug svæðinu, á ættir sínar að rekja til Vestfjarða og bjó á Ísafirði um árabil. Hún er útivistarkona af lífi og sál og kannaði ýmsar gönguleiðir gagngert fyrir árbókina.

Bókin er 272 blaðsíður og prýdd um 170 ljósmyndum og 19 uppdráttum. Guðmundur Ó. Ingvarsson teiknaði kortin og Daníel Bergmann tók flestar ljósmyndirnar en tæplega tveir tugir annarra ljósmyndara eiga einnig myndir í bókinni. Ritstjóri var Gísli Már Gíslason.

Kaflar í bókinni

  • Vestfirðir
  • Ísafjarðardjúp
  • Höfuðstaður Vestfjarða
  • Utanvert Djúp
  • Inndjúpið
  • Djúpið norðanvert
  • Gengin spor við Djúp
  • Örnefni, staðir, götur og hús
  • Menn, hestar og vættir