Fræðslurit og aðrar vörur

Arnarvatnsheiði - mynddiskur

Í þessari mynd, á DVD diski, er göngu um Arnarvatnsheiði lýst í máli og myndum.

Slegist er í för með hópi á vegum Ferðafélags Íslands í ferð sem nefnist Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
1.500 kr.
Arnarvatnsheiði - mynddiskur
Arnarvatnsheiði - mynddiskur

Arnarvatnsheiði -  Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði

Eftir Pétur Steingrímsson

Hér er farin afar fáfarin gönguleið um þetta mikla víðerni norðan jökla. Surtshellir er skoðaður á leiðinni að Norðlingafljóti og farið er meðfram Eiríksjökli og uppundir Langjökul. Þar er gengið upp í gíginn Hallmund sem Hallmundarhraun rann úr fyrir 1100 árum.

Þá er farið upp í Jökulstalla utan í Langjökli. Leið liggur svo um Fljótsdrög yfir Langajörfa og í „lítinn hvannamó“ yfir Skammá, milli Réttarvatns og Arnarvatns.

Leiðsögnin er í höndum Sigrúnar Valbergsdóttur, fararstjóra en kvikmyndatöku annaðist Pétur Steingrímsson.

Myndin er á DVD diski og tekur 75 mínútur.