Fræðslurit og aðrar vörur

Eystra eldhraunið - mynddiskur

Í þessari mynd, á DVD diski, er gengið um eystri hluta Lakagíga og fræðst um sögu Skaftárelda.

Slegist er í för með hópi á vegum Ferðafélags Íslands.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
1.500 kr.
Eystra eldhraunið - mynddiskur
Eystra eldhraunið - mynddiskur

Eystra eldhraunið - Saga Skaftárelda

Eftir Pétur Steingrímsson

Gos í eystri hluta Laka gígaröðinni hófst í enda júlí 1783 og rann þá hraun niður með Hverfisfljóti. Fljótið færðist undan hrauninu í austur og myndaði ný gljúfur við Hnútuna.

Í myndinni er lýst afleiðingum eldanna á fólk og fénað hér í sveitum og víðar. Lesið er úr ævisögu Sr. Jóns Steingrímssonar sem ritaði merkar heimildir um Skáftárelda.

Gengið er að Miklafelli og yfir eldhraunið og niður með  Hverfisfljóti.

Leiðsögn er í höndum Páls Ásgeirs Ásgeirssonar og Rósu Sigrúnar Jónsdóttur en kvikmyndatöku annaðist Pétur Steingrímsson.

Myndin er á DVD diski og tekur 51 mínútu.