Vörunúmer: 404090

Fjallabyggð og Fljót

Verðm/vsk
2.900 kr.

Það er fátt sem jafnast á við mikilfengleika ysta hluta Tröllaskagans. Fjölbreytnin þar er mikil, há og tignarleg fjöll, hamraborgir, fjallaskörð, grösugir dalir, dalverpi og skálar með sjaldgæfum gróðri. Dýra- og fuglalíf er mikið þar sem margar leiðir liggja nálægt sjó.
Víða eru erfiðar gönguleiðir enda ekki hjá því komist á utanverðum Tröllaskaga en fjölbreytnin í vali gönguleiða er mikil. Þar er að sjálfsögðu að finna léttari og styttri leiðir sem einnig er lýst í þessu riti.

Svæðið er snjóþungt og eru snjóskaflar oft fram eftir sumri í hæstu fjallaskörðum, ýmist göngumönnum til trafala eða léttir þeim gönguna allt eftir aðstæðum.

Verðm/vsk
2.900 kr.

Fjallabyggð og Fljót

25 gönguleiðir um fjallstinda og fjallaskörð

Eftir Björn Z. Ásgrímsson

Það er fátt sem jafnast á við mikilfengleika ysta hluta Tröllaskagans. Fjölbreytnin þar er mikil, há og tignarleg fjöll, hamraborgir, fjallaskörð,
grösugir dalir, dalverpi og skálar með sjaldgæfum gróðri.  Dýra- og fuglalíf er mikið þar sem margar leiðir liggja nálægt sjó.
Víða eru erfiðar gönguleiðir enda ekki hjá því komist á utanverðum Tröllaskaga en fjölbreytnin í vali gönguleiða er mikil. Þar er að sjálfsögðu að finna léttari og styttri leiðir sem einnig er lýst í þessu riti.  Svæðið er snjóþungt og eru snjóskaflar oft fram eftir sumri í hæstu fjallaskörðum, ýmist göngumönnum til trafala eða léttir þeim gönguna allt eftir aðstæðum.

Í þessu riti er lýst 25 spennandi gönguleiðum ásamt kortum og gagnlegum upplýsingum með hverri leið.

Björn Z. Ásgrímsson er verkfræðingur og hefur hlotið menntun sem leiðsögumaður. Hann hefur stundað leiðsögn á utanverðum Tröllaskaga um árabil, þekkir svæðið vel frá unga aldri í gönguferðum, við smalamennsku og á skíðum.