Fræðslurit og aðrar vörur

Fornar hafnir á Suðvesturlandi

Í þessu riti er ferðast höfundur um Suðvesturland og staldrar við í helstu höfnum, aðallega fornum og hálfgleymdum höfnum og hugar að sögu þeirra.

Lýsingin hefst á Eyrabakka en ferðinni er svo heitið vestur með ströndinni til Grindavíkur, norður um Reykjanesskaga og Faxaflóa og allt upp í Hvalfjörð.

Vörunúmer
Verðmeð VSK
Verð
1.100 kr.
Fornar hafnir á Suðvesturlandi
Fornar hafnir á Suðvesturlandi

Fornar hafnir á Suðvesturlandi

Eftir Jón Þ. Þór

Í þessu riti er ferðast höfundur, Jón Þ. Þór, um Suðvesturland og staldrar við í helstu höfnum, aðallega fornum og hálfgleymdum höfnum og hugar að sögu þeirra.

Lýsingin hefst á Eyrabakka en ferðinni er svo heitið vestur með ströndinni til Grindavíkur, norður um Reykjanesskaga og Faxaflóa og allt upp í Hvalfjörð.

Manngerðar hafnir eru nánast nýjung í sögu siglinga til og frá Íslandi. Á fyrstu öldum Íslandsbyggðar stefndu sæfarendur skipum sínum að landi þar sem þeim virtist skipalega vera bærileg frá náttúrunnar hendi og á slíkum stöðum mynduðust snemma kauphafnir.

Slíkar hafnir voru víða með ströndum landsins, mismargar eftir aðstæðum og varð saga þeirra mislöng. Á Suðurlandi, Suðurnesjum og við Faxaflóa voru á fyrri öldum hafskipahafnir sem gegndu veigamiklu hlutverki í þjóðarsögunni, flestar þeirra hafa löngu lokið hlutverki sínu sem viðkomustaður skipa en saga þeirra lifir.

Kaflar í bókinni

  • Eyrarbakki
  • Grindavík
  • Básendar
  • Þórshöfn
  • Keflavík
  • Hafnarfjörður
  • Reykjavík - Þerneyjarsund
  • Maríuhöfn í Hvalfirði